sun 21. apríl 2019 18:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Eggert Gunnþór í sigurliði - Kjartan Henry og félagar töpuðu
Jafnteflisleikir hjá markmönnunum í 1. deildinni
Eggert Gunnþór
Eggert Gunnþór
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í Danmörku í dag, tveir í dönsku Superliga og tveir í dönsku 1. deildinni í dag.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SönderjyskE sem vann góðan sigur á Horsens. Eggert spilaði fyrsta klukkutíman og fékk gult spjald á 48. mínútu. SönderyskE hafði tapað síðustu þremur leikjum sínum og sigurinn því kærkominn.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem var rétt í þessu að tapa gegn Aarhus. Kjartan var tekinn af velli á 72. mínútu og fékk gult spjald á 39. mínútu. Vejle tapaði leiknum 2-4.

Vejle er í basli í deildinni. Liðið er í neðsta sæti í riðli 1 í fallumspils hluta deildarinnar. SönderjyskE er í næst neðsta sæti sama riðils með 32 stig, fjórum stigum meira en Vejle.

Í dönsku fyrstu deildinni varði Frederik Schram mark Roskilde í 2-2 jafntefli liðsins gegn F. Amager. Roskilde er í níunda sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.

Þá varði Ingvar Jónsson mark Viborg sem gerði 1-1 jafntefli við Naestved, Viborg jafnaði á 90. mínútu. Viborg er í efsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Silkeborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner