sun 21. apríl 2019 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emery: Slæm úrslit - Gátum ekki varist föstum leikatriðum
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði í dag 2-3 á heimavelli gegn Crystal Palace. Christian Benteke, Wilfried Zaha og James McArthur skoruðu mörk gestanna og Mesut Özil og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu mörk Arsenal.

Unai Emery, stjóri Arsenal, var svekktur eftir leik og kenndi varnarleik sinna manna í föstum leikatriðum um tapið. Liðið hefði með sigri komist í þriðja sæti deildarinnar.

„Ef við hefðum varist betur föstum leikatriðum hefðum við mögulega unnið leikinn," sagði Emery eftir leik.

„Í fyrri hálfleik náðum við ekki að stýra leiknum og þeir vörðust vel, djúpt á vellinum. Föstu leikatriðin kostuðu okkur."

„Við reynum að sýna stöðugleika en náðum því ekki í dag. Úrslitin eru vonbrigði. Við þurfum að fara vel yfir leikinn í dag. Fyrsta markið gaf þeim sjálfstraust og annað markið þeirra tók allt sjálfstraust frá okkur."

„Að dekka Benteke og Zaha getur verið erfitt. Þeir fóru illa með okkur í dag og spiluðu eins vel og þeir geta best."
Athugasemdir
banner
banner
banner