Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. apríl 2019 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Hefðum getað stigið og runnið á bananahýði í dag
Klopp eftir leik í dag.
Klopp eftir leik í dag.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann í dag gífurlega mikilvægan sigur gegn Cardiff á útivelli. Georginio Wijnaldum kom gestunum yfir eftir tæplega klukkutíma leik.

Á næstu tíu mínútum fékk Cardiff tvö tækifæri til þess að jafna leikinn. Fyrst kom Junio Hoilett sér í fínt færi en Alisson þurfti ekki að hafa of mikið fyrir því að verja frá honum. Fimm mínútum seinna fékk Sean Morrison dauðafæri en misreiknaði flug boltans og fékk boltann í bakið í stað þess að skalla hann í netið af stuttu færi.

James Milner tryggði svo Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu eftir að téður Morrison braut klaufalega á Mo Salah.

Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, var létt eftir leik og hrósaði sínum mönnum fyrir þolinmæðina sem þeir sýndu í leiknum í dag.

„Þetta hefði getað verið einn af þessum leikjum þar sem við myndum stíga á bananahýði og renna á rassinn. Við vorum undirbúnir í það," sagði Klopp feginn í viðtali eftir leik.

„Veðrið breyttist og völlurinn varð mjög þurr. Við urðum að vera þolinmóðir og gera réttu hlutina. Á þurrum velli er ekki auðvelt að halda góðu spili."

„Strákarnir urðu ekki pirraðir. Við fengum góð færi í fyrri hálfleik og vissum að ef við héldum áfram myndum við fá fleiri færi. Ég er mjög ánægður með mörkin."

Liverpool er eftir leikinn aftur komið á topp deildarinnar. Liðið hefur tveggja stiga forskot á Manchester City. City á leik til góða sem það leikur á miðvikudaginn. City heimsækir þá granna sína í Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner