Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. apríl 2019 19:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool aldrei fengið jafn mörg stig í úrvalsdeildinni
Áhugaverðar molar í kjölfar sigurs Liverpool á Cardiff í dag
Milner er öflugur á punktinum.
Milner er öflugur á punktinum.
Mynd: Getty Images
Liverpool er nú komið með 88 stig í deildinni á leiktíðinni. Það er það mesta sem liðið hefur fengið í sögu úrvalsdeildarinnar. Liðið náði 98 stigum tímabilið 1978-79 og 90 stigum tímabilið 1987-88. Tímabilið 78-79 var aðeins gefið tvö stig fyrir sigur en búið er að uppreikna og reikna með þremur stigum til samanburðar.

Þetta var níundi sigurleikur Liverpool í röð í öllum keppnum. Það er það mesta síðan í april 2014 þegar Brendan Rodgers var við stjórnvölinn. Þá vann liðið einnig níu leiki og einn af þeim var einnig gegn Cardiff.

Fyrra mark Liverpool kom eftir hornspyrnu en liðið hefur nú skorað þrettán mörk eftir hornspyrnur í deildinni sem er mest af öllum liðum. Cardiff hefur fengið á sig tólf mörk eftir hornspyrnur sem einnig er það mesta í deildinni.

James Milner hefur skorað tíu af síðustu tólf mörkum sínum úr vítaspyrnum. Níu af þeim hafa komið á útivelli.

Einungis Wilfried Zaha hefur fengið fleiri vítaspyrnur dæmdar fyrir sitt lið heldur en Mo Salah. Zaha hefur fengið sex og Salah fimm.
Athugasemdir
banner
banner
banner