sun 21. apríl 2019 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Lyon og Barcelona leiða eftir fyrri undanúrslitaleikina
Kheira Hamraoui gerði sigurmark Barcelona
Kheira Hamraoui gerði sigurmark Barcelona
Mynd: Getty Images
Erin Cuthbert gerði mark Chelsea í dag. Útivallarmark sem gæti skipt sköpum.
Erin Cuthbert gerði mark Chelsea í dag. Útivallarmark sem gæti skipt sköpum.
Mynd: Getty Images
Í dag fóru fram fyrri undanúrslitaleikir Meistaradeildar kvenna. Seinni leikirnir fara fram næsta sunnudag.

Lyon, sem sló út Söru Björk og stöllur hennar í Wolfsburg í 8-liða úrslitunum, tók á móti Chelsea í fyrri leik dagsins.

Lyon var komið í 2-0 eftir fjörutíu mínútur. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fékk Chelsea víti. Francesca Kirby steig á punktinn en brást bogalistin og því hélt Lyon 2-0 forystu inn í hálfleikinn.

Á 72. mínútu minnkaði Erin Cuthbert muninn eftir undirbúning frá varamanninum Bethany England sem hafði komið inn á þrem mínútum áður. Lyon liðið var talsvert öflugra í leiknum og átti þrettán skot á markið gegn þremur frá gestunum í Chelsea.

Fleiri urðu mörkin ekki og því leiðir Lyon einvígið 2-1. Útivallarmark Chelsea gæti vegið þungt í seinni leiknum.

Í Bæjaralandi tók Bayern Munchen á móti Barcelona. Staðan var 0-0 í hálfleik. Barcelona var meira með boltann í leiknum en Bayern Munchen átti fleiri marktilraunir.

Á 63. mínútu gerði Kheira Hamraoui sigurmark leiksins eftir undirbúning frá Mariona Caldentey. Naumt forskot fyrir seinni leikinn en góður útisigur hjá Börsungum.

Lyon 2-1 Chelsea
1-0 Delphine Cascarino ('27)
2-0 Amandine Henry ('39)
2-0 Francesca Kirby ('45+2, misnotað víti)
2-1 Erin Cuthbert ('72)

Bayern Munchen 0-1 Barcelona
0-1 Kheira Hamraoui ('63)
Athugasemdir
banner
banner
banner