Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. apríl 2019 09:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Puyol: Messi er besti leikmaður sögunnar
Mynd: Getty Images
Fyrrum varnarmaður Barcelona, Carles Puyol ræddi um Lionel Messi sinn fyrrum liðsfélaga í viðtali á dögunum.

Puyol er bjartsýnn á að Barcelona nái að vinna þrennuna, bikarinn, deildina og Meistaradeildina og hann segir að Messi sé að sjálfsögðu algjör lykilmaður ætli liðið sér að ná því.

„Það er ótrúlegt að fylgjast með honum spila fótbolta, fyrir mér er hann klárlega besti leikmaður sögunnar."

„Hann er alltaf að bæta sig og taka framförum sem leiðtogi. Það hefur alltaf búið leiðtogi í honum á vellinum en nú getur maður séð að hann er bæði frábær leiðtogi á vellinum og utan vallar."

Barcelona er með nokkuð örugga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem þeir mæta Liverpool og þeir eru einnig búnir að tryggja sæti sitt í úrslitum spænska bikarsins þar sem þeir mæta Valencia.


Athugasemdir
banner
banner
banner