Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. apríl 2019 16:17
Arnar Helgi Magnússon
Spánn: Benzema setti þrennu í sigri Real
Mynd: Getty Images
Karim Benzema skoraði þrennu þegar Real Madrid mætti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Benzema skoraði það fyrsta á 47. mínútu eftir undirbúning frá Marco Asensio. Hann tvöfaldaði forystu Real tæpum hálftíma síðar áður en að hann fullkomnaði þrennuna í uppbótartíma. Karim Benzema er nú kominn með 21 mark á leiktíðinni í deildinni.

Getafe fór illa með Sevilla í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Leiknum lauk með 3-0 sigri Getafe en bæði lið sáu rautt spjald í leiknum. Getafe fer því upp fyrir Sevilla í töflunni og er nú í fjórða sæti.

Levante og Espanyol mættust í fyrsta leik dagsins. Levante að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Espanyol komst yfir á 16. mínútu þegar Borja Iglesias skoraði. Ruben Vezo jafnaði fyrir Levante eftir klukkutíma leik en tveimur mínútum síðar hafði Marc Roca komið Espanyol yfir á nýjan leik.

Ruben Rochina jafnaði fyrir Levante stuttu áður en að hann fékk rautt spjald. Liðsmenn Levante léku því einum færri síðasta korterið en það kom ekki að sök, 2-2 jafntefli staðreynd.

Getafe 3 - 0 Sevilla
1-0 Jaime Mata ('35 , víti)
2-0 Jorge Molina ('45 )
3-0 Jorge Molina ('53 )
Rautt spjald: ,Sergio Escudero, Sevilla ('45)Djene, Getafe ('74)

Real Madrid 3 - 0 Athletic
1-0 Karim Benzema ('47 )
2-0 Karim Benzema ('76 )
3-0 Karim Benzema ('90 )

Levante 2 - 2 Espanyol
0-1 Borja Iglesias ('16 )
1-1 Ruben Vezo ('62 )
1-2 Marc Roca ('65 )
2-2 Ruben Rochina ('72 )
Rautt spjald:Ruben Rochina, Levante ('74)





Athugasemdir
banner
banner