Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. apríl 2019 18:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Hannover hélt hreinu á útivelli í fyrsta sinn í 610 daga - Magnaður Reus
Michael Esser varði mark Hannover í dag.
Michael Esser varði mark Hannover í dag.
Mynd: Getty Images
Alcacer skoraði sitt sautjánda mark í deildinni í dag.
Alcacer skoraði sitt sautjánda mark í deildinni í dag.
Mynd: Getty Images
Reus skoraði eitt og lagði upp tvö.
Reus skoraði eitt og lagði upp tvö.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í þýsku Bundesliga í dag. 30. umferðinni líkur á morgun þegar Wolfsburg fær Eintracht Frankfurt í heimsókn.

Auðvelt hjá Dortmund
Dortmund var í litlum vandræðum með Freiburg á útivelli í dag. Jadon Sancho kom gestunum yfir á tólftu mínútu eftir undirbúning frá Marco Reus og staðan var 0-1 í hálfleik.

Dortmund bætti í seinni hálfleik og bætti Reus við öðru marki sínu eftir stungusendingu frá Raphael Guerreiro. Reus komst einn gegn markmanni og kláraði með góðu skoti í vinstra markhornið.

Reus var svo aftur á ferðinni þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Reus fór framhjá markverði Freiburg, Alexander Schwolow, og lagði svo boltann á Mario Götze sem lagði boltann í autt markið.

Götze fór af velli í kjölfarið og inn á kom ofurvaramaðurinn Paco Alcacer. Þegar þrjár mínútur lifðu leiks fékk Dortmund vítaspyrnu og Alacacer steig á punktinn. Schwolow kom hend á boltann en réði ekki við spyrnu Alcacer sem hefur verið drjúgur við það að skora sem varamaður á leiktíðinni.

Alcacer er næst markahæstur í deildinni með sautján mörk ásamt Luka Jovic. Marco Reus er svo í þriðja sæti með sextán. Dortmund er stigi á eftir Bayern Munchen þegar að fjórar umferðir eru eftir.

Hannover hélt loksins hreinu á útivelli
Hertha Berlin fékk Hannover í heimsókn í seinni leik dagsins. Hannover er neðst í deildinni og gengið bölvanlega á leiktíðinni. Hertha Berlin siglir lygnan sjó í 11. sæti deildarinnar.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og endaði með markalausu jafntefli. Jafntefli er merkilegt fyrir þær sakir að þetta var í fyrsta sinn í 610 daga sem Hannover heldur hreinu á útivelli.

Hannover þarf á kraftaverki að halda til að halda sér í deildinni.




Hertha 0 - 0 Hannover

Freiburg 0 - 4 Borussia D.
0-1 Jadon Sancho ('12 )
0-2 Marco Reus ('54 )
0-3 Mario Gotze ('79 )
0-4 Paco Alcacer ('87 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner