Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. apríl 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Aðeins þrjú úrvalsdeildarfélög sem geta keypt leikmenn"
Mynd: Getty Images
Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool og Tottenham, býst við að leikmannamarkaðurinn fyrir næstu leiktíð verði með allt öðru sniði en vanalega. Hann býst meðal annars við mikið af skiptidílum og lánssamningum.

Comolli hefur verið að ræða við umboðsmenn og sagði einn þeirra aðeins þrjú úrvalsdeildarfélög eiga efni á að kaupa nýja leikmenn útaf kórónuveirunni.

„Það verður mjög lítið af pening í umferð. Ég heyrði frá umboðsmanni um daginn að ekki nema þrjú úrvalsdeildarfélög geti leyft sér að kaupa leikmenn í næsta glugga," sagði Comolli.

„Ég veit ekki hvort þetta sé rétt en vanalega vita umboðsmenn hvað þeir eru að tala um þegar þeir segja svona hluti. Við munum líklega sjá lítið af leikmannakaupum en mikið af leikmannaskiptum og lánssamningum.

„Því lengur sem þetta ástand varir, því verra verður það fyrir efnahag knattspyrnufélaga og því meiri áhrif mun það hafa á næstu félagaskiptaglugga."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner