Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Allt brjálað út af lukkudýri sem hatar Liverpool
Lukkudýrið í Singapúr er ekki aðdáandi Liverpool.
Lukkudýrið í Singapúr er ekki aðdáandi Liverpool.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Liverpool í Singapúr eru brjálaðir út í stjórnvöld þar í landi eftir að þau bjuggu til lukkudýr sem hatar Liverpool.

Í gær kynnti ríkisstjórnin í Singapúr fimm lukkudýr sem eiga að vekja athygli á kórónuveirunni þar í landi og hvetja fólk til að fara eftir reglum stjórnvalda.

Eitt af lukkudýrunum er MAWA [Must Always Walk Alone] en það er sagt vera lukkudýr sem heldur með Manchester United og hatar Liverpool. Þá er einnig nefnt að lukkudýrið hati lagið You'll Never Walk Alone.

Stuðningsmenn Liverpool hófu strax undirskriftarsöfnun til að mótmæla komu lukkudýrsins og ríkisstjórnin í Singapúr hefur nú ákveðið að endurskoða hvort þetta lukkudýr eigi að vera með í lukkudýra flokknum.

„You'll Never Walk Alone' er lag sem hefur verið notað í flestum útvarpsstöðvum Evrópu til að sýna samhug í baráttunni við Covid-19. Þessi herferð er að gera grín að þessu lagi. Það er óboðlegt og mjög mikil vanvirðing," sagði í yfirlýsingu frá stuðningsmönnm Liverpool í Singapúr.
Athugasemdir
banner
banner
banner