banner
   þri 21. apríl 2020 17:46
Elvar Geir Magnússon
Arnar vitnar í Churchill - Vonar að ungum leikmönnum sé hent í laugina
Finnur Tómas Pálmason í KR var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra.
Finnur Tómas Pálmason í KR var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála KSÍ og U21 landsliðsþjálfari, svaraði spurningum Fótbolta.net í liðnum 'Hvað er að frétta?'.

Þar var hann meðal annars spurður út í hvaða jákvæðu áhrif kórónaveirufaraldurinn gæti haft á íslenskan fótbolta og í svari sínu vitnaði hann í Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.

Arnar vonast til þess að ástandið verði til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að láta ljós sitt skína.

„Never waste a good crisis” sagði Churchill. Þess vegna held ég að þetta gæti verið frábær tímasetning og tækifæri fyrir félög að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri," segir Arnar.

„Ef að það er ekki til peningur til að ná í erlenda leikmenn þá er um að gera að henda okkar efnilegu leikmönnum út í djúpu laugina. Flestir af þeim kunna að synda. Íslensku deildirnar eru uppeldisdeildir og það að spila við fullorðna leikmenn á unga aldri er það sem við getum átt fram yfir margar aðrar erlendar deildir."

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner