þri 21. apríl 2020 23:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal vonast til að ná samkomulagi við tvo - Özil yrði einn eftir
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Mirror eru þrír leikmenn hjá Arsenal sem eru ósamþykkir því að lækka laun sín um 12,5%.

Mesut Özil er einn þeirra og hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt Mirror vonast Arsenal til þess að ná samkomulagi við tvo af þeim þremur sem ekki samþykktu launalækkunina.

Arsenal er sagt vonast til þess að fljótlega náist samkomulag við tvo þessara leikmanna og þá yrði Özil einn eftir. Samkvæmt heimildum Mirror telur félagið að það þurfi lengri tíma til að ná að sannfæra Özil um að taka á sig sömu lækkun og aðrir.

24 af 27 hafa þegar samþykkt lækkunina. Özil, sem er launahæsti leikmaður félagsins með 350 þúsund pund í vikulaun, er sagður íhuga möguleikann á að lækka launin sín en vill fá lengri tíma til að meta fjárhagsleg áhrif heimsfaraldsins.

Sjá einnig:
Carragher: Sjálfsmark hjá Özil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner