Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2020 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Biðla til starfsfólks og stuðningsmanna að kynna sér stöðu mannréttindamála
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mohammad bin Salman er sá maður sem kemur með langmesta fjármagnið þegar kemur að kaupum á Newcastle. Amnesty, mannréttindasamtökin, hafa áhyggjur af yfirvofandi kaupum á enska félaginu þar sem mannréttindabrotum hefur fjölgað í Sádí Arabíu þar sem Salman er við völd.

Enska úrvalsdeildin þarf að gefa grænt ljós á kaup á félögum í deildinni og vill Amnesty að þessi kaup verði skoðuð vel.

Sjá einnig:
Amnesty International gagnrýnir kaupin á Newcastle

Kate Allen, yfirmaður Amnesty á Bretlandi, segir alls ekki að samtökin vilji ráða hver eignist félagið fyrir norðan - frekar að úrvalsdeildin skoði stöðu mála i Sádí Arabíu áður en grænt ljós sé gefið.

„Þetta eru meira en bara peningar á milli manna. Þetta snýr að ímynd úrvalsdeildarinnar og Newcastle."

„Hvort sem þetta gengur í gegn eða ekki biðjum við stuðningsmenn Newcastle og starfsmenn félagsins að kynna sér stöðuna í Sádí Arabíu og vera tilbúið að ræða um hana."

„Í það minnsta ætti úrvalsdeildin að koma með tilkynningu um að eigendurnir hafi verið skoðaðir og staðan í Sádí Arabíu yrði með í því. Hvernig getur þetta verið jákvætt fyrir ímynd úrvalsdeidlarinnar?"
spyr Kate að lokum.
Athugasemdir
banner
banner