Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. apríl 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: Sjálfsmark hjá Özil
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ákvörðun Mesut Özil að samþykkja ekki launalækkun, eins og langflestir liðsfélaga hans hafa samþykkt, er mjög umdeild.

The Athletic segir frá því að tveir leikmenn Arsenal hafi ekki samþykkt launalækkunina og hefur komið fram að Özil sé annar þeirra. Mirror vill þó meina að leikmennirnir séu alls þrír.

Leikmenn Arsenal samþykktu 12,5% launalækkun út þetta ár en sú lækkun gengyr til baka ef Arsenal endar í Meistaradeildarsæti.

Jamie Carragher og Gary Neville, sérfræðingar Sky Sports, voru harðorðir í garð Özil vegna ákvörðunar hans. „Umboðsmaður Özil gerði Özil engan greiða fyrir þremur til fjórum vikum þegar hann sagði að menn ættu að bíða og sjá. Mér leið strax þá að þetta ætti eftir að draga dilk á eftir sér," sagði Carragher.

„Það eru tvö dæmi um leikmenn sem myndu mögulega ekki taka þátt í svona aðgerð og það er ungur leikmaður sem er ekki á nægilega háum launum eða leikmaður sem er að renna út á samning."

„En að hann, sem hæstlaunaðasti leikmaður liðsins,... allir hinir í hópnum hafa samþykkt aðgerðina, þú verður að vera hluti af þeirri heild. Eins og sagt er þá eru þessu skilaboð risastórt sjálfsmark hjá Özil og kemur illa út. Ég ætla ekki að gagnrýna hann fyrir þau laun sem hann fær, kennið þeim um sem sömdu við hann. Hæstlaunaðasti leikmaðurinn ætti að sýna fordæmi."


Neville tók í sama streng: „Þetta er óverjanleg ákvörðun. Þú ert hluti af liði á vellinum og einnig utan hans."

„Ég væri ekki til í að vera einn af þremur leikmönnum sem samþykktu ekki þessa aðgerð. Þetta einangrar mann frá restinni. Þegar hópurinn kýs eitthvað þá tekuru þátt í því. Þetta undirstrikar að það eru mörg vandamál hjá úrvalsdeildarfélögum."

„Flest félög og leikmenn eru ekki í stríði en það er samt bardagi í gangi. Leikmenn treysta ekki félögunum og þetta er dæmi um það."


Piers Morgan, sjónvarpsmaður og mikill Arsenal stuðningsmaður, skaut þá á Özil í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain.


Athugasemdir
banner
banner
banner