Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 21. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA sker ekki niður 900 milljóna fjárveitingu til kvennaboltans
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur staðfest að rúmlega 900 milljón evra fjárveiting til kvennaknattspyrnunnar verði ekki skorin niður þrátt fyrir kórónuveiruna.

Leikmannasamtökin FIFPro vöruðu við því að hætt yrði við fjárveitinguna en FIFA hefur staðfest að svo er ekki.

„Við getum staðfest að við munum ekki hætta við eða draga úr fjárveitingunni. Covid-19 mun ekki hafa áhrif á þessa fjárveitingu," sagði talsmaður knattspyrnusambandsins við Guardian.

„Upphæðin verður notuð í ýmsa hluti til að styrkja innviði kvennaknattspyrnunnar víða um heim."

Fyrr í mánuðinum sögðust leikmannasamtökin óttast að kórónuveiran gæti svo gott sem markað endalok kvennaknattspyrnunnar.

Amanda Vandervort, yfirumsjónarmaður kvennadeildar FIFPro, sagðist um helgina
óttast að framlög FIFA til kvennaknattspyrnunnar yrðu lítil sem engin meðan á faraldrinum stæði.
Athugasemdir
banner
banner