þri 21. apríl 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Gothia Cup aflýst - 47 íslensk lið ætluðu að fara
Frá opnunarhátíð á Gothia Cup.
Frá opnunarhátíð á Gothia Cup.
Mynd: Gothia Cup
Ákveðið hefur verið að aflýsa Gothia Cup sem fara átti fram í Gautaborg í Svíþjóð í júlí. Þessi ákvörðun er tekin vegna kórónuveirunnar.

Um er að ræða stærsta fótboltamót í heimi fyrir börn og unglinga en þátttakendur hafa verið allt að 35 þúsund.

Mörg íslensk félög hafa tekið þátt í mótinu undanfarin ár og metfjöldi liða ætlaði að fara frá Íslandi í ár eða 47 talsins.

Þessi 47 lið komu frá 16 félögum en þau ætluðu að fara á mótið með Vita Sport.

Ekkert verður af því í ár en vonir standa til að hægt verði að halda Gothia Cup árið 2021.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner