þri 21. apríl 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane: Ég er maður sem vill vinna allt
Mynd: Getty Images
Harry Kane svaraði spurningum frá Jamie Redknapp í beinni útsendingu á Instagram um helgina.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Kane enda talinn meðal bestu sóknarmanna heims. Hann getur þó ekki búist við að vinna mikið af titlum með Tottenham ef gengi liðsins bætist ekki til muna undir stjórn Jose Mourinho.

„Það er erfitt að taka þessu sem leikmaður. Ég er maður sem vill vinna allt og það er erfitt að taka því þegar maður kemst nálægt titli. Auðvitað vil ég vinna titla með liðinu mínu sem fyrst, en við verðum bara að sjá til hvernig það fer," sagði Kane.

Kane er 26 ára gamall og hefur skorað 136 mörk í 198 úrvalsdeildarleikjum með Tottenham, auk þess að hafa gert 30 í 55 Evrópuleikjum.

Manchester United er meðal félaga sem hefur verið orðað við Kane en fréttamenn Sky telja afar ólíklegt að hann skipti yfir til Rauðu djöflanna, sem hafa verið í miklu basli undanfarin ár.

Real Madrid hefur einnig verið nefnt til sögunnar auk Ítalíumeistara Juventus.

Kane er markahæsti maður undankeppni EM 2020 og hefur gert 32 mörk í 45 leikjum á landsliðsferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner