Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. apríl 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: BBC 
Ísland mætir fyrst Englandi og Belgíu - Umspilið í október og nóvember
Mynd: Getty Images
Fjögur lið, í gegnum fjögur fjögurra liða úrslit, geta enn tryggt sér sæti á EM2020/21. Upphaflega átti að leika undanúrslit og úrslit umspilanna í mars-mánuði en vegna kórónaveirufaraldsins var ekki hægt að leika þá leiki.

Fyrsta frestun var fram í júní en fljótlega var ljóst að ekki yrði unnt að leika þessa leiki fyrr en í fyrsta lagi í haust.

Gary Owens, formaður írska knattspyrnusambandsins, sagði í dag að líklegast væri að umspilið færi fram í október.

„Við héldum fyrst að þetta gæti orðið í nóvember en nú virðist stefnt að október með undanúrslitin," sagði Owens í viðtali í dag.

„Það er ekki vilji UEFA að leika undanúrslitin og úrslitin í sama mánuði. Það lítur út fyrir að Þjóðadeildin fari fram í september og október og í kjölfarið af Þjóðadeildinni fara undanúrslitin í umspilinu fram í október. Úrslitaleikirnir færu svo fram í nóvember."

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum og svo annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra í úrslitaleik ef sigur vinnst gegn Rúmenum. Írar mæta Slóvakíu í undanúrslitum og í hinni viðureigninni mætast Bosnía og Hersegóvina og Norður-Írland.

Í Þjóðadeildinni mætir Ísland liði Englands og Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner