Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. apríl 2020 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karius kvartar til FIFA og vill snúa heim á Anfield
Mynd: Getty Images
Loris Karius er á sinni seinni leiktíð á láni hjá Besiktast frá Liverpool. Markvörðurinn var ekki í plönum Jurgen Klopp og var Alisson keyptur sumarið 2018 til að fylla stöðu Karius.

Þýski markvörðurinn hefur ekki fengið greidd laun frá Besiktas að undanförnu og vill segja samningnum upp og komast fyrr heim á Anfield.

Karius hefur kvartað til FIFA vegna þess að hann hefur ekki fengið greidd laun. Erdal Torunogullari, meðlimur í stjórn Besiktas, staðfestir að Karius vill snúa fyrr til Liverpool.

„Karius vill fá laun fyrir þá mánuði þar sem hann hefur ekki verið að spila hjá okkur. Hann vill fara og það er hans ákvörðun, okkar sjónarhorn er að hann eigi ekki skilið að fá laun þar sem hann var ekki að spila."

Karius hefur leikið 25 leiki fyrir Besiktas á leiktíðinni og hefur hann fengið talsverða gangrýni fyrir frammistöðuna. Samningur Karius við Liverpool rennur út 2022.
Athugasemdir
banner