Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. apríl 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Man Utd bitnir af hundi og meiðast í eldhúsinu
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að engar skipulagðar æfingar séu í gangi hjá Manchester United þá hefur Steve McNally, læknir félagsins, þurft að aðstoða leikmenn að undanförnu.

McNally greinir frá því í viðtali hjá félaginu að leikmenn hafi verið að slasa sig heima hjá sér í hléinu sem er í gangi vegna kórónuveirunnar.

„Sem betur fer hefur flestum strákunum liðið vel og það hafa ekki verið nein alvarleg vandamál," sagði McNally.

„Við erum sem betur fer ekki að sjá nein slæm meiðsli en það hafa komið óvenjulegar kvartanir þar sem menn hafa slasað sig á hendinni við að elda eða verið bitnir af hundi."

„Næringarfræðingar sendu strákunum Instagram síðu með uppskriftum og margir þeirra hafa verið að prófa sig áfram - einn eða tveir þeirra hafa meitt sig í kjölfarið."

Athugasemdir
banner
banner
banner