Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 21. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ornstein: Tveir leikmenn Arsenal neituðu að taka á sig launalækkun
Mynd: Getty Images
Arsenal staðfesti í gær að leikmenn aðalliðsins væru búnir að samþykkja 12,5% launalækkun í tólf mánuði vegna kórónuveirunnar.

Laun leikmanna munu þó hækka aftur ef vel gengur á tímabilinu þar sem ýmsir auka bónusar hafa verið settir inn í tilraun til að hvetja menn áfram eftir ansi súrt tímabil.

David Ornstein, ritstjóri hjá The Athletic, heldur því fram að aðeins 25 leikmenn af þeim 27 sem eru í leikmannahópi Arsenal hafi samþykkt þessa launaskerðingu.

Ornstein segir að leikmennirnir tveir sem höfnuðu þessari launalækkun munu ekki vera nafngreindir af félaginu. Þeir halda sínum launum áfram að fullu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner