Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 21. apríl 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttar Magnús: Frábært að fá dagsetningu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Atli Kjartansson, annar af þáttarstjórnendum þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport, fór í heimsókn í Víkina og ræddi þar við Óttar Magnús Karlsson, framherja Reykjavíkur Víkinga.

Kjartan spurði Óttar út í breytta stöðu þar sem nú hefur verið gefið út að Pepsi Max-deildin hefjist um miðjan júní.

„Það er fínt að hafa eitthvað til að stefna að. Ekki bara vinna og vita ekki hvenær hlutirnir byrja. Frábært að fá einhverja dagsetningu," sagði Óttar.

Víkingar eru með vesti sem gefur leikmönnum og þjálförum upplýsingar um æfinguna og segir Óttar að það sé ákveðin samkeppni að ná hraðasta sprettinum. Þá segir hann einnig að gömlu leikmennirnir í liðinu leyni á sér. Innslag úr fréttatíma Stöð 2 má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner