þri 21. apríl 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Stjarnan lækkar laun um 30%
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur lækkað laun allra starfsmanna félagsins um 30% vegna kórónaveirufaraldursins.

Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.

Launalækkunin gildir út þetta ár en staðan verður endurskoðuð síðar.

Um er að ræða alla leikmenn, þjálfara og starfsmenn Stjörnunnar í öllum íþróttadeildum félagsins.

Flest félög í Pepsi Max-deildunum hafa lækkað laun undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins.

Keppni í Pepsi Max-deild karla átti að hefjast í þessari viku en nú er stefnt á að flauta til leiks þann 14. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner