Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2020 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír framherjar, fyrir utan Kane, sem Man Utd ætti að skoða
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nokkrir framherja hafa verið orðaðir við skipti yfir Old Trafford. Harry Kane, framherji Tottenham og fyrirliði enska landsliðsins er sá sem hefur verið hvað mest orðaður við komu til United.

Spurs hefur ekki mikinn áhuga á að selja Kane og því verður erfitt að krækja í hann.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur trú á Anthony Martial og Marcus Rashford, hann þarf þó einn í viðbót.

ManchesterEveningNews tók saman lista yfir þá framherja sem United gæti skoðað.

#1 Odion Ighalo.

Ighalo er að láni þessa stundina hjá United frá Shanghai Shenhua og var hann hugsaður sem lausn út þessa leiktíð. Ighalo hefur þó þurft að spila mikið vegna meiðsla Rashford og hefur Nígeríumaðurinn þótt standa sig vel.

Fimmtán milljónir punda er sagður sá verðmiði sem Shanghai vill að United greiði ætli félagið sér að kaupa Ighalo.

#2 Dries Mertens.

Belginn kom til Napoli frá PSV árið 2013 og kostaði þá 8.5 milljónir punda. Hann er í dag markahæsti leikmaður í sögu Napoli.

Mertens hefur skorað 121 mark sem er það mesta í sögu félagsins. 87 þeirra hafa komið á síðustu fjórum leiktíðum en fyrir þann tímapunkt hafði Mertens spilað mest á kantinum.

Mertens verður 33 ára í maí en þrátt fyrir þann aldur eru félög á borð við Chelsea, Arsenal og Inter að skoða að fá Belgann til liðs við sig. Mertens verður samningslaus í sumar.

#3 Edinson Cavani

Úrúgvæski framherjinn er laus allra mála hjá PSG þegar þessu tímabili lýkur. Hann hefur skorað 200 mörk í 300 leikjum frá því hann gekk í raðir franska félagsins árið 2013 frá Napoli.

Cavani er 33 ára gamall en hann er sagður vilja vera í Evrópu framyfir HM2022. Launakostnaður yrði eflaust mikill en Cavani hefur sannað að hann getur skorað.
Athugasemdir
banner
banner
banner