Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. apríl 2020 16:32
Magnús Már Einarsson
Tottenham menn eyddu færslu - Virtu ekki tveggja metra regluna
Serge Aurier.
Serge Aurier.
Mynd: Getty Images
Serge Aurier og Moussa Sissoko, leikmenn Tottenham, hafa báðir eytt færslum sem þeir birtu á samfélgasmiðlum í dag.

Þeir félagar voru saman á hlaupaæfingu en þeir voru ekki að virða tveggja metra regluna sem er í gangi vegna kórónaveirunnar.

Tottenham hefur áður fengið gagnrýni fyrir að brjóta reglur á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir England.

Joes Mourinho, stjóri Tottenham, var gagnrýndur á dögunum fyrir að vera með æfingu fyrir Tanguy Ndombele í almenningsgarði og sama dag sáust Ryan Sessegnon og Davinson Sanchez hlaupa hlið við hlið.

Aurier og Sissoko hafa fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag og þeir hafa eytt færslum af samfélgasmiðlum í kjölfarið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner