Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. maí 2019 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bernardo Silva bestur hjá Englandsmeisturunum
Glaður.
Glaður.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Bernardo Silva var valinn leikmaður ársins hjá Manchester City af stuðningsmönnum.

Valið stóð að lokum á milli Bernardo, Raheem Sterling og Sergio Aguero. Sterling átti algjörlega magnað tímabil en það er Bernardo sem vinnur þessi verðlaun. Hann fékk 48% atkvæða.

„Takk kærlega öll sem kusuð," sagði Bernardo þegar hann tók á móti verðlaununum í gær.

„Á næsta tímabili munum við mæta aftur staðráðnir í að vinna enn fleiri titla."

Bernardo Silva átti mjög gott tímabil. Hann var að klára sitt annað tímabil með City eftir að hafa verið keyptur frá Mónakó sumarið 2017.

Manchester City vann Samfélagsskjöldinn, enska deildabikarinn, enska bikarinn og ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili.

Sjá einnig:
Karla- og kvennalið Manchester City fögnuðu tímabilinu
Athugasemdir
banner
banner