Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. maí 2019 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Cech um starfið hjá Chelsea: Tek ákvörðun eftir síðasta leik
Petr Cech hættir eftir tímabilið
Petr Cech hættir eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Petr Cech, markvörður Arsenal á Englandi, er ákveðinn í því að einbeita sér að úrslitaleiknum gegn Chelsea í Evrópudeildinni, en hann hefur verið orðaður við mikilvægt starf hjá þeim bláklæddu.

Cech er 37 ára gamall en hann kom til Chelsea frá Rennes árið 2004 og spilaði þar í ellefu ár. Hann vann ensku deildina fjórum sinnum á tíma sínum þar auk þess sem hann vann enska bikarinn fjórum sinnum, Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina.

Hann spilaði hátt í 500 leiki fyrir félagið en ákvað að söðla um árið 2015. Cech fór ekki langt en hann samdi við Arsenal og hefur hann spilað þar síðan.

Þetta verður síðasta tímabilið hans í atvinnumennsku en þá fara hanskarnir á hilluna. Síðasti leikur hans verður einmitt gegn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fer fram í Baku.

Í dag birtu ensku miðlarnir fréttir þess efnis að Cech yrði ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Chelsea eftir tímabilið. Hann hefur tjáð sig um málið á Twitter.

„Eins og ég hef áður sagt, þá tek ég ákvörðun um framtíð mína eftir síðasta leikinn. Núna er fókusinn á að vinna Evrópudeildina með Arsenal," sagði Cech á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner
banner