Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. maí 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Juventus í viðræðum við Lazio um Milinkovic-Savic
Sergej Milinkovic-Savic í leik með Lazio
Sergej Milinkovic-Savic í leik með Lazio
Mynd: Getty Images
Ítalska meistaraliðið Juventus er í viðræðum við Lazio um kaup á serbneska miðjumanninum Sergej Milinkovic-Savic. Þetta kemur fram í stærstu miðlunum á Ítalíu í dag.

Milinkovic-Savic er 24 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður ítölsku deildarinnar síðustu ár.

Frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur Juventus sýnt honum mikinn áhuga frá því á síðasta ári.

Juventus er í viðræðum við leikmanninn en á eftir að ná samkomulagi við Lazio um kaupverðið.

Claudio Lotito, forseti Lazio, vill fá 100 milljónir evra fyrir þjónustu hans en Juventus er tilbúið að greiða allt að 90 milljónir evra.

Þetta yrði mikill fengur fyrir Juventus sem er farið að undirbúa næsta tímabil.

Liðið vann ítölsku deildina sannfærandi þetta árið og var það áttunda árið í röð sem liðið vinnur deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner