Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. maí 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe sagður pirraður út í Tuchel
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Kylian Mbappe, leikmaður PSG, sakar þjálfara sinn, Thomas Tuchel, um að hafa komið í veg fyrir að hann myndi vinna gullskó Evrópu.

Mbappe var á bekknum gegn Strasbourg og Nantes og Messi vann gullskóinn.

Mbappe ýjaði að því á dögunum að hann gæti yfirgefið PSG.

Mbappe var valinn besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn á tímabilinu.

Messi vann þó gullskó Evrópu með fjórum mörkum meira en Mbappe.

Mbappe hefur látið Tuchel vita af reiði sinni en Real Madrid er meðal félaga sem hafa mikinn áhuga á að kaupa leikmanninn.

„Mér líður eins og ég þurfi að taka að mér meiri ábyrgð. Kannski er það hjá PSG, það væri gaman. En kannski þarf ég að gera það annars staðar, fá nýtt verkefni," sagði Mbappe á dögunum.
Athugasemdir
banner