Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. maí 2019 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Varane verður áfram hjá Real Madrid
Raphael Varane er ekki að fara neitt
Raphael Varane er ekki að fara neitt
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Raphael Varane verður áfram hjá Real Madrid en þetta staðfesti hann í dag.

Þessi 25 ára gamli miðvörður kom til Real Madrid frá franska liðinu Lens árið 2011 en hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum síðan og þykir einn besti varnarmaður heims.

Madrídingar voru að ganga í gegnum afar erfitt tímabil þar sem liðið hefur verið með þrjá mismunandi þjálfara.

Julen Lopetegui tók við liðinu fyrir tímabilið en var látinn fara og tók þá Santiago Solari við. Honum tókst ekki að bæta gengi Madrídinga var á endanum látinn taka poka sinn og neyddist því Zinedine Zidane til að koma aftur og bjarga liðinu.

Varane var að gefast upp í Madríd og var þegar orðaður við Manchester United og Paris Saint-Germain. Hann var alvarlega að íhuga framtíð sína en það hefur breyst.

„Ég verð áfram á næsta tímabili. Ég er viss um að við eigum eftir að upplifa frábær augnablik á nýjan leik," sagði Varane.
Athugasemdir
banner
banner
banner