Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. maí 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City vildi ekki kaupa Van Dijk
Van Dijk er besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Van Dijk er besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Ronny Deila, Norðmaður sem þjálfaði eitt sinn skoska félagið Celtic, segir að Manchester City hafi ekki viljað kaupa miðvörðinn Virgil Van Dijk fyrir nokkrum árum.

Van Dijk er í dag besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar, en hann leikur með Liverpool.

Hollendingurinn kom fyrst til Bretlandseyja árið 2013 þegar hann gekk í raðir Celtic. Hann spilaði tvö ár þar áður en hann fór í ensku úrvalsdeildina. Hann samdi við Southampton og var þar þangað til í janúar 2018, en þá borgaði Liverpool 75 milljónir punda fyrir hann.

Mörg félög sjá örugglega eftir því að hafa ekki keypt Van Dijk fyrir nokkrum árum og þar á meðal er væntanlega Manchester City.

„Ég sagði Manchester City að þeir þyrftu að taka hann. Þeir sögðu: 'Allt í lagi, segðu mér frá besta Evrópuleik sem hann hefur spilað og við horfum á hann'."

„Ég gat ekki svarað því vegna þess að hann hafði ekki spilað neinn sérstaklega góðan Evrópuleik. Hann bar af í Skotlandi, en va rekinn af velli í Evrópuleik gegn Inter. Ef hann hefði spilað frábærlega í þeim leik þá hefði hann verið keyptur frá okkur," segir Deila.
Athugasemdir
banner
banner