banner
   lau 21. maí 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur í úrslit umspilsins - Willum tapaði í bikarúrslitum
Hjörtur Hermannsson á möguleika á að komast í A-deildina á Ítalíu
Hjörtur Hermannsson á möguleika á að komast í A-deildina á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Willum tapaði í bikarúrslitum
Willum tapaði í bikarúrslitum
Mynd: BATE
Jón Dagur hjálpaði AGF að bjarga sér frá falli
Jón Dagur hjálpaði AGF að bjarga sér frá falli
Mynd: Getty Images
Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa eru komnir í úrslit umspilsins í B-deildinni á Ítalíu eftir 1-0 sigur á Benevento í dag en á sama tíma tapaði Willum Þór Willumsson í bikarúrslitum.

Hjörtur spilaði allan leikinn í vörn Pisa en liðið tapaði fyrri leiknum 1-0.

Pisa vann leikinn í kvöld 1-0 og fer áfram þar sem liðið endaði ofar á töflunni og fer því í úrslit og mætir þar Brescia eða Monza.

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn fyrir BATE Borisov er liðið tapaði fyrir Gomel, 2-1, í úrslitum bikarsins í Hvíta-Rússlandi. Afar svekkjandi tap fyrir Willum og félaga sem geta þó huggað sig við það að vera á toppnum í deildinni.

Jón Dagur hjálpaði AGF að halda sér uppi

Jón Dagur Þorsteinsson gat hjálpaði liði sínu, AGF, að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með því að gera 2-2 jafntefli við Nordsjælland í lokaumferðinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn lék allan leikinn og kveður því félagið á góðu nótunum. Mikael Neville Anderson var ekki með AGF í dag.

Atli Barkarson var í byrjunarliði SönderjyskE sem tapaði fyrir Viborg, 2-0. SönderjyskE var fallið fyrir umferðina í dag en Atli skilaði ágætu dagsverki áður en honum var skipt af velli á 57. mínútu.

Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður á 65. mínútu er OB tapaði fyrir Vejle, 2-1.

Kveðjuleikur Harðar og Lilleström á toppinn

Hörður Björgvin Magnússon lék síðasta leik sinn fyrir rússneska félagið CSKA Moskvu sem vann Rostov, 4-1. Hörður kom inná undir lok leiksins og fékk því að kveðja stuðningsmenn félagsins en hann mun yfirgefa félagið er samningur hans rennur út í næsta mánuði.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná um miðjan síðari hálfleikinn er Lilleström sigraði Sandefjord, 4-1, í norsku úrvalsdeildinni. Lilleström fer á toppinn með 20 stig.

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius sem gerði 2-2 jafntefli við AIK. Aron fór af velli á 82. mínútu en Sirius situr í 7. sæti með 14 stig.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Kalmar sem vann 3-2 sigur á Umeå. Kalmar er með 9 stig í sænsku úrvalsdeildinni og er komið upp úr fallsæti.

Daníel Leó snéri aftur eftir meiðsli

Það var fagnaðarefni fyrir íslenska miðvörðinn Daníel Leó Grétarsson sem snéri aftur inná völlinn með Slask Wroclaw í lokaumferð pólsku deildarinnar. Liðið tapaði 4-3, en Daníel kom inná á 82. mínútu. Wroclaw hafnaði í 15. sæti deildarinnar með 35 stig og slapp við fall.

Catanzaro er þá komið í undanúrslit í umspili ítölsku C-deildarinnar eftir að liðið vann samanlagðan 3-1 sigur á Monopoli í 8-liða úrslitum. Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á bekknum hjá Catanzaro.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner