Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. júní 2018 10:52
Arnar Daði Arnarsson
Aron Einar var orðinn 100% í gær
Icelandair
Aron Einar á fréttamannafundinum í dag.
Aron Einar á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði íslenska landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson var spurður að því á fréttamannafundi landsliðsins í hádeginu hvort hann væri búinn að ná sér að fullu eftir leikinn gegn Argentínu síðasta laugardag.

Aron Einar var í kapphlaupi við tímann fyrir mót að ná sér að fullu eftir aðgerð.

„Mér líður vel. Auðvitað tekur tíma að ná sér 100% en það kom í gær. Ég fann að ég var orðinn 100% aftur og á æfingunni í dag leið mér vel. Ég er búinn að safna orku. Auðvitað tekur það í að spila 75 mínútur án þess að vera búinn að spila í langan tíma og ná bara nokkrum æfingum fyrir leik," sagði Aron Einar og vildi hrósa sjúkraþjálfarateymi landsliðsins.

„Mér líður vel núna og strákunum líka. Það eru allir búnir að ná endurhæfingu fljótt. Ég vil hrósa sjúkrateyminu okkar sem er búið að vinna til miðnættis með okkur þegar þess þarf. Við erum búnir að ná okkur og mér sýnist að við séum klárir á morgun," fyrirliði þjóðarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner