fim 21. júní 2018 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Danmerkur og Ástralíu: Ein breyting
Yussuf Yurary Poulsen skoraði sigurmark Dana í fyrst leik.
Yussuf Yurary Poulsen skoraði sigurmark Dana í fyrst leik.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur dagsins á HM hefst klukkan 12:00 og er á milli Danmerkur og Ástralíu í C-riðlinum.

Sjá einnig:
Ingó Sig spáir í leik Danmerkur og Ástralíu

Ástralía spilaði nokkuð vel í fyrsta leik gegn Frakklandi þar sem liðið tapaði þó 2-1. Bert van Marwijk var greinilega sáttur með frammistöðuna því hann gerir engar breytingar á byrjunarliði sínu frá fyrsta leik, hann heldur í sama lið.

Hjá Dönum, sem unnu Perú 1-0, er gerð ein breyting. Lasse Schone byrjar í stað William Kvist á miðjunni.

Danir geta mögulega tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum HM með sigri, ef Frakkland vinnur Perú á eftir. Sá leikur er klukkan 15.

Byrjunarlið Danmerkur: Schmeichel, Kjær, Christensen, Dalsgaard, Stryger, Delaney, Eriksen, Schone, Jorgensen, Poulsen, Sisto.

Byrjunarlið Ástralíu: Ryan, Risdon, Sainsbury, Milligan, Behich, Jedinak, Mooy, Rogic, Leckie, Kruse, Nabbout.
Athugasemdir
banner
banner
banner