Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Frakklands og Perú: Giroud og Guerrero byrja
Giroud kemur inn í byrjunarliðið.
Giroud kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Getty Images
Guerrero byrjaði á bekknum í fyrsta leik en kemur inn í liðið núna.
Guerrero byrjaði á bekknum í fyrsta leik en kemur inn í liðið núna.
Mynd: Getty Images
Danmörk og Ástralía gerðu jafntefli í fyrsta leik dagsins á HM í Rússlandi. Leikurinn var í C-riðli en núna eftir tæpan klukkutíma er hinn leikurinn í annarri umferð C-riðils; Frakkland og Perú eigast við.

Sjá einnig:
Davíð Atla spáir í leik Frakklands og Perú

Frakkland olli vonbrigðum í fyrsta leik sínum við Ástralíu þó svo að 2-1 sigur hafi unnist. Didier Deschamps gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu.

Corentin Tolisso dettur út eins og Ousmane Dembele. Blaise Matuidi og Olivier Giroud koma inn.

Hugo Lloris, fyrirliði Frakka, er að fara að spila sinn 100. landsleik fyrir Frakkland.

Hjá Perú kemur fyrirliðinn Paolo Guerrero inn í byrjunarliðið og Jefferson Farfan fer á bekkinn. Renato Tapia tekur sér líka sæti á bekknum og Pedro Aquino kemur inn í liðið.

Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Byrjunarlið Frakklands: Lloris, Pavard, Varane, Umtiti, Hernandez, Kante, Pogba, Mbappe, Griezmann, Matuidi, Giroud.

Byrjunarlið Perú: Gallese, Rodriguez, Trauco, Ramos, Advincula, Cueva, Carrillo, Yotun, Flores, Aquino, Guerrero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner