Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. júní 2018 10:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki gott að týna þessu korti í Rússlandsferðinni
Icelandair
Íslenskir stuðningsmenn í Rússlandi.
Íslenskir stuðningsmenn í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Embætti ríkislögreglustjóra sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem fólk sem ferðast til Rússlands er beðið um að passa upp á skráningarkort sem það fær við komuna til landsins.

„Við höfum heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem maður fær við komuna til Rússlands."

Svona hefst tilkynningin og heldur hún áfram:

„Allir sem koma til landsins eiga að fá svona kort, hvort sem ferðast er á Fan-ID eða vegabréfaáritun. Það er brýnt að passa vel uppá þetta kort og geyma það með öruggum hætti með vegabréfinu eða Fan-ID."

„Það þarf að framvísa þessu korti í vegabréfaskoðun þegar landið er yfirgefið. Ef ekki er hægt að framvísa því við brottför getur það leitt til sektar. Þá krefjast hótelin þess einnig að þessu sé framvísað við innritun."

Ef þetta kort týnist þarf að fara á næstu lögreglustöð og óska eftir nýju. Það er ferlegt vesen að standa í því og þess vegna brýnum við fyrir öllum að passa vel uppá þetta."

Mynd af kortinu er hér í færslunni að neðan.



Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir færslu ríkislögreglustjóra og bendir fólki að fylgjast vel með á Facebook-síðu embættisins.

„Margar gagnlegar upplýsingar má finna á fésbókarsíðu embættis ríkislögreglustjóra, t.d. um mikilvægi þess að ferðalangar séu með öll skjöl í lagi. Við hvetjum alla sem ætla að ferðast út til að fylgjast með leikjunum, til að fylgjast með þarna og fá upplýsingar hratt og vel," segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Fimm lögreglumenn eru í Rússlandi vegna HM til að tryggja öryggi íslenska áhorfenda.

Ísland spilar sinn annan leik á HM á morgun, við Nígeríu. Það er gífurlega mikilvægur leikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner