Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Furðuleg tölfræði hjá sóknarmanni Danmerkur
Yussuf Yurary Poulsen.
Yussuf Yurary Poulsen.
Mynd: Getty Images
Danski sóknarmaðurinn Yussuf Yurary Poulsen hefur verið mjög óheppinn á HM í Rússlandi.

Yussuf hefur byrjað báða leiki danska liðsins á mótinu hingað til. Fyrri leikinn sigraði Danmörk gegn Perú 1-0 og í dag var niðurstaðan 1-1 jafntefli við Ástralíu.

Í báðum þessum leikjum hefur Danmörk fengið á sig vítaspyrnu og bæði skiptin hefur hún verið dæmd á Yussuf. Báðar vítaspyrnurnar voru dæmdar með hjálp myndbandsdómgæslu. Perú nýtti ekki sína spyrnu en Mile Jedinak skoraði af öryggi fyrir Ástralíu.

Yussuf er fyrsti leikmaðurinn síðan 1966 sem fær á sig tvær vítaspyrnur á sama Heimsmeistaramótinu.

Auk þess að fá á sig tvær vítaspyrnur þá er Yussuf búinn að fá á sig tvö gul spjöld og verður í banni í síðasta leik Danmerkur í riðlakeppninni gegn Frakklandi.

Athyglisverð tölfræði hjá sóknarmanni.



Athugasemdir
banner
banner
banner