Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 21:39
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fyrsti sigur Króata á liði frá Suður-Ameríku á HM
Annað skiptið sem þeir vinna tvo fyrstu leiki sína - Síðast fór Króatía í undanúrslit
Króatar voru frábærir í kvöld
Króatar voru frábærir í kvöld
Mynd: Getty Images
Króatar fóru illa með Argentínu í kvöld í D-riðli heimsmeistaramótsins. Króatía vann 3-0.

Með sigrinum eru Króatar komnir í 16-liða úrslit en Ísland, Nígería og Argentína munu keppast um eitt laust sæti í 16-liða úrslitum með Króötum. Þar standa Íslendingar best að vígi.

Sigurinn í kvöld var sögurlegur fyrir Króata en þetta er fyrsti sigurleikur þjóðarinnar á liði frá Suður-Ameríku á HM.

Fyrir leikinn í kvöld höfðu Króatar leikið fjóra leiki við Suður-Ameríkuþjóðir án sigurs en sigurinn kom loksins í kvöld.

Einnig er þetta í annað skipti sem Króatía vinnur fyrstu tvo leiki sína á HM.

Síðast gerðist það árið 1998 en þá komst liðið alla leið í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner