Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 21. júní 2018 10:37
Magnús Már Einarsson
Heimir: Höfum hitann til umhugsunar í leikplaninu
Ísland-Nígería á morgun
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að hann muni hafa hitann í Volgograd í huga þegar hann setur upp leikinn gegn Nígeríu á morgun.

31 stiga hiti og sól verður þegar flautað verður til leiks á morgun.

„Við spiluðum í nokkuð miklum hita á móti Argentínu og það var erfiður leikur," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Það spáir nokkrum gráðum heitara hér og það hentar Nígeríumönnum betur en Íslendingum að spila í svona hita."

„Við munum taka það til umhugsunar þegar við setjum upp okkar leikplan. Ég held að það geri það allir í 30 gráðu hita. Við erum ekki öðruvísi en aðrir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner