Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. júní 2018 19:59
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
HM: Króatía slátraði Argentínu og er komið áfram
Góð úrslit fyrir Ísland - Allt í okkar höndum
Modric og Rakitic skoruðu báðir í kvöld
Modric og Rakitic skoruðu báðir í kvöld
Mynd: Getty Images
Argentína 0 - 2 Króatía
0-1 Ante Rebic ('53)
0-2 Luka Modric ('80)
0-3 Ivan Rakitic ('91)

Króatía unnu Argentínu í D-riðli okkar Íslendinga í kvöld.

Það var nokkurt jafnræði á milli liðanna í fyrri hálfleik og hefðu bæði lið getað sett mark sitt á leikinn en það gerðist hins vegar ekki. Annað var uppá teningnum í seinni hálfleik.

Þar völtuðu Króatar hreinlega yfir Argentínu.

Fyrsta markið kom á 53. mínútu en það kom eftir skelfileg mistök Willy Caballero, markvarðar Argentínu. Þá ætlaði hann að vippa boltanum yfir Ante Rebic en vippaði boltanum bara beint á Rebic sem kláraði frábærlega.

Þá þurfti Argentína að sækja meira en það skilaði sér ekki. Messi var lélegur í leiknum og aðrir leikmenn voru ekkert skárri.

Með Argentínumenn framarlega gengu Króatar á lagið. Luka Modric skoraði með góðu skoti á 80. mínútu og skömmu síðar var Ivan Rakitic nálægt því að bæta við þriðja markinu en skot hans úr aukaspyrnu fór í þverslánna.

Rakitic átti þó eftir að skora mark í leiknum en það kom í uppbótartíma þegar mest allt Argentínuliðið var komið fram.

Lokatölur 3-0 fyrir Króatíu sem er komið áfram í 16-liða úrslit en vandræðin hjá Argentínu eru mikil og eru þeir í stórkostlegri hættu á að komast ekki upp úr riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner