Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Volgograd
Klæddir eins og venjulegir Rússar - En eru lögreglumenn
Icelandair
HM-stemning og stuð í Rússlandi.
HM-stemning og stuð í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Íslenskir fjölmiðlamenn í félagsskap lögreglu.
Íslenskir fjölmiðlamenn í félagsskap lögreglu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarleg öryggisgæsla í Rússlandi vegna HM í fótbolta en þeir Íslendingar sem Fótbolti.net hefur rætt við segjast finna fyrir miklu öryggi í landinu.

Öryggisgæslan er þó með öðrum hætti en hún var í Frakklandi enda var búið að lýsa yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar hryðjuverka. Hermenn og skriðdrekar eru ekki eins áberandi.

Gæslan í kringum landslið Íslands er mjög mikil og vopnaðir lögreglumenn fyrir utan hótelið.

„Áður en maður fer á svið þá á maður moment. Maður fær sér vatn, pissar og gerir sig kláran. Það moment átti sér stað þar sem voru gæjar með vélbyssur að reykja sígarettur. Ég átti það moment á einhverju klósetti sem var eins og Call of duty dæmi," sagði skemmtikrafturinn Bergur Ebbi sem heimsótti hótel Íslands til að skemmta strákunum okkar.

Óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgja strákunum alltaf þegar þeir eru meðal almennings, hvort sem þeir kíkja í göngutúr út í bæ eða eru að ferðast milli borga og í leiki. Þeir eru klæddir eins og hefðbundnir Rússar en eru tilbúnir að grípa inn í ef á þarf að halda.

„Rúss­ar eru á svipuðu stigi og Frakk­arn­ir voru með sín­ar varn­ir, en þeir eru greini­lega með öfl­ugri lög­gæslu en Frakk­ar og hafa ekki þurft að nota her­inn í þessa gæslu eins og Frakkarnir gerðu. Þetta er mjög sam­bæri­legt að mörgu leyti en ásýnd­in aðeins öðru­vísi," sagði öryggisstjórinn Víðir Reynisson við mbl.is í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner