Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. júní 2018 22:00
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Nígeríu - Hvaða kerfi verður ofan á?
Iwobi á bekkinn?
Icelandair
Byrjar Musa frammi?
Byrjar Musa frammi?
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel fyrirliði Nígeríu.
John Obi Mikel fyrirliði Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Wilfred Ndidi í baráttunni gegn Króatíu.
Wilfred Ndidi í baráttunni gegn Króatíu.
Mynd: Getty Images
Nígerískir fjölmiðlar renna blint í sjóinn þegar kemur að því að spá í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Íslandi í Volgograd á morgun.

Nígería spilaði 4-2-3-1 í 2-0 tapinu gegn Króatíu um síðustu helgi eftir að hafa spilað 3-5-2 í vináttuleikjum í aðdraganda mótsins. Ágætis líkur eru á því að Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, skelli sér aftur í þriggja manna vörn gegn Íslandi.

„Ég reikna með að við breytum leikkerfinu frá því í leiknum gegn Króatíu. Ekki bara út af tapinu heldur af því að liðið spilar betur í 3-5-2," sagði Calvin Onwuka, íþróttafréttamaður hjá aclsports.com, við Fótbolta.net.

Ef spilað verður með tvo framherja þykir líklegt að Ahmed Musa, leikmaður Leicester, komi inn í liðið. Odion Ighalo byrjaði einn frammi gegn Króatíu og hann gæti haldið sæti sínu.

Annar möguleiki er að Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, byrji frammi með félaga sínum Musa. Þriðji möguleikinn er að Victor Moses verði í frjálsri stöðu fyrir aftan einn framherja.

Alew Iwobi, leikmaður Arsenal, átti ekki góðan dag gegn Króatíu og líklegt er að hann byrji á bekknum gegn Íslandi.

John Obi Mikel, fyrirliði Nígeriu, verður væntanlega áfram framarlega á miðju þrátt fyrir að hafa fengið talsverða gagnrýni, meðal annars frá Jose Mourinho.

Þá er líklegt að Kenneth Omeruo, varnarmaður Chelsea, komi inn í vörnina en hann hefur verið á láni hér og þar undanfarin ár.

Leikur Íslands og Nígeríu hefst klukkan 15:00 í Volgograd á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner