fim 21. júní 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Markatala og mörk skoruð gilda á undan innbyrðis
Icelandair
Ísland er með 1 stig og markatöluna 1:1 eftir fyrsta leik.
Ísland er með 1 stig og markatöluna 1:1 eftir fyrsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markatala mun skera úr um það hvaða lið fara áfram í 16-liða úrslit á HM ef tvö eða fleiri lið enda jöfn að stigum í riðlakeppninni.

Markatala gildir fyrst og ef markamismunur er jafn hjá tveimur liðum er farið eftir skoruðum mörkum.

Ef markatalan er alveg sú sama er farið eftir innbyrðis viðureignum.

Ef allt er jafnt í innbyrðis viðureignum er farið eftir háttvísistigum en þar er farið eftir því hvaða lið fá færri gul og rauð spjöld.

Ef ennþá er jafnt þar þá mun FIFA draga um það hvaða lið fer áfram!

Ísland er með eitt stig eftir fyrstu umferðina í D-riðli líkt og Argentína.

Ljóst er að allt verður opið hjá íslenska liðinu fyrir lokaumferð riðilsins en framundan er mikilvægur leikur gegn Nígeríu á morgun í 2. umferðinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner