fim 21. júní 2018 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ósáttur við dómarann - Bað hann um treyju Ronaldo?
Mark Geiger að störfum í gær.
Mark Geiger að störfum í gær.
Mynd: Getty Images
Nordin Amrabat, leikmaður Watford og landsliðs Marokkó, er ekki sáttur með bandaríska dómarann Mark Geiger sem dæmdi leik Marokkó og Portúgals í gær.

Amrabat sakar Geiger um litla sem enga fagmennsku í starfi sínu. „Ég veit ekki hverju hann er vanur, en hann var mjög hrifinn af Cristiano Ronaldo. Ég heyrði hann spyrja Pepe að því í fyrri hálfleiknum hvort hann mætti fá treyju Ronaldo."

Amrabat sagði þetta í hollensku sjónvarpi eftir leikinn. „Hvað erum við að tala um? Við erum á HM, þetta er ekki sirkus."

Marokkó tapaði 1-0 fyrir Portúgal og var það Ronaldo sem skoraði sigurmarkið.

Marokkó er úr leik á HM fyrir lokaleik sinn í riðlinum við Spán.
Athugasemdir
banner
banner
banner