Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 21. júní 2018 13:16
Fótbolti.net
Póstkort frá Volgograd - Móðurlandið kallar
Icelandair
Móðurlandið kallar.
Móðurlandið kallar.
Mynd: Getty Images
Rétt við leikvanginn í Volgograd þar sem Ísland og Nígería mætast á morgun má finna magnaðan minningarð um 'Orrustuna um Stalíngrad'.

Fjölmargir Íslendingar hafa skoðað þennan minningargarð í dag en nokkrir fjölmiðlamenn gerðu slíkt hið sama.

Á þessu svæði var vendipunktur seinni heimsstyrjaldarinnar og svakalegur fjöldi fólks týndi lífi.

Á efsta punkti garðsins, sem einnig er efsti punktur borgarinnar, má finna styttuna 'Móðurlandið kallar', sem er stærsta stytta Evrópu. Móðir Rússlands kallar þar á 'syni' sína og 'dætur' og segir þeim að gera allt sem hægt er til að vernda landið.

Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá póstkort frá minningargarðinum

Volgograd hét áður Stalíngrad en 1961 var nafninu breytt þegar stjórn Nikita Khrushchev reyndi að afmá nafn Stalíns af flestu í Rússlandi. Margir Rússar vilja að Stalíngrad nafnið verði aftur tekið upp.

Sagan drýpur af hverju strái en í borginni átti sér stað blóðug og óhugnaleg orrusta í seinni heimsstyrjöldinni.

Þar var vendipunktur þegar 'Orrustan um Stalíngrad' fór fram. Hún er af mörgum talin vera blóðugasta orrusta mannkynssögunnar en hátt í 2 milljónir manna voru myrtir, limlestir eða handteknir.

Borgin var álitin gríðarlega verðmæt vegna staðsetningar sinnar og að siglingaleiðin Volga er við hana. Þýski herinn gerði umsátur um borgina 1942 en Sovétmenn vörðu hana frækilega. Sigur Sovétmanna í orrustunni um Stalíngrad markaði upphaf hruns Þjóðverja.
Athugasemdir
banner
banner
banner