fim 21. júní 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Uzoho: Vel gert hjá Íslandi að gefa Ikeme treyju
Icelandair
Francis Uzoho.
Francis Uzoho.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Íslands með treyju merkta Ikeme.
Leikmenn Íslands með treyju merkta Ikeme.
Mynd: Twitter
Francis Uzoho, markvörður Nigeríu, er ánægður með að íslenska landsliðið hafi gefið Carl Ikeme íslenska landsliðstreyju fyrir leik liðanna á föstudaginn.

Ikeme, spilaði með Jóni Daða Böðvarssyni hjá Wolves, en hann greindist með hvítblæði í fyrra.

Leikmenn íslenska landsliðsins birtu í vikunni mynd með landsliðstreyju sem er merkt Ikeme.

„Þetta er vel gert hjá þeim. Þeir eru góðir við hann með því að gefa honum treyju," sagði Uzoho á fréttamannafundi í dag.

Uzoho er orðinn aðalmarkvörður Nígeríu þar sem Ikeme er fjarverandi og markvörðurinn reyndi Vincent Enyeama er meiddur.

„Markvörður okkar veiktist. Hann er ennþá að berjast fyrir lífi sínu á Englandi. Enyeama var líka meiddur og við ákváðum að finna nýja lausn„" sagði Gernt Rohr, þjálfari Nígeríu á fréttamannafundi í dag þar sem hann sat við hlið Uzoho.

„Hann er yngsti markvörðurinn á HM, einungis 19 ára. Hann er svellkaldur og leggur hart að sér á æfingum. Hann er góð lausn fyrir Nígeríu í framtíðinni."

Sjá einnig:
Nígería án tveggja markvarða - Yngsti markvörður La Liga í markinu
Íslenska landsliðið sendir Ikeme góða kveðju - Berst við krabbamein
Heimir um kveðjuna til Ikeme: Knattspyrnan er stór fjölskylda
Athugasemdir
banner
banner
banner