Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. júní 2019 15:15
Elvar Geir Magnússon
Afríkukeppnin hefst í kvöld - Fylgstu með þessum
Mohamed Salah er stjarna keppninnar og það leynir sér ekki þegar götumarkaðir Kaíró eru skoðaðir.
Mohamed Salah er stjarna keppninnar og það leynir sér ekki þegar götumarkaðir Kaíró eru skoðaðir.
Mynd: Getty Images
Salah á æfingu með Egyptalandi.
Salah á æfingu með Egyptalandi.
Mynd: Getty Images
Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez.
Mynd: Getty Images
Thomas Partey, leikmaður Atletico og Gana.
Thomas Partey, leikmaður Atletico og Gana.
Mynd: Getty Images
Koulibaly er öflugur miðvörður.
Koulibaly er öflugur miðvörður.
Mynd: Getty Images
Afríkukeppnin er haldin um sumar þetta árið en opnunarleikurinn verður í kvöld þegar gestgjafar Egyptalands taka á móti Simbabve. Mótið er haldið í 32. sinn en nú er búið að fjölga þátttökuliðum úr 16 í 24.

Keppnin átti upphaflega að vera haldin í Kamerún í ár en afríska knattspyrnusambandið tók mótið af landinu vegna tafa á framkvæmdum við leikvangana.

Stærsta stjarna mótsins er Mohamed Salah, leikmaður Egyptalands. En Senegal, Nígería, Fílabeinsströndin og Gana stefna öll á að taka gullið á mótinu. Þá má ekki útiloka núverandi meistara, Kamerún.

Hér er allt sem þú þarft að vita um mótið:

A-RIÐILL:
Egyptaland
Simbabve
Kongó
Úganda

B-RIÐILL:
Búrúndí
Gínea
Madagascar
Nígería

C-RIÐILL:
Alsír
Kenía
Senegal
Tansanía

D-RIÐILL:
Fílabeinsströndin
Marokkó
Namibía
Suður-Afríka

E-RIÐILL:
Angóla
Malí
Máritanía
Túnis

F-RIÐILL:
Gana
Benín
Kamerún
Gínea-Bissá

Leikmenn til að fylgjast með:

Mohamed Salah - Egyptaland
Hefur átt mögnuð ár með Liverpool og tekið gullskó síðustu tvö tímabil. Þá skoraði hann í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool fagnaði sigri. Þessi 26 ára leikmaður er líklegastur til að verða markakóngur Afríkukeppninnar.

Sadio Mane - Senegal
Verður með fyrirliðabandið hjá Senegal í keppninni. Var á eldi fyrir Liverpool seinni hluta síðasta tímabils. Senegal hefur aldrei orðið Afríkumeistari og oft verið vonbrigði í mótinu. Nú er vonast til að það breytist.

Riyad Mahrez - Alsír
Leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni 2016 og varð Englandsmeistari með Manchester City á liðnu tímabili, þó hann hafi ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað.

Hakim Ziyech - Marokkó
Var einn besti vængmaður Evrópuboltans á liðnu tímabili. Hann hjálpaði Ajax að verða Hollandsmeistari og bikarmeistari. Þá komst liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Risafélög í Evrópu horfa til hans.

Naby Keita - Gínea
Leikmaður Liverpool. Tók smá tíma að venjast enska boltanum og hann endaði tímabilið á meiðslalistanum. Hann er þó í hópnum hjá Gíneu og ef sjúkraþjálfarar gefa grænt ljós þá mun hann byrja.

Thomas Partey - Gana
Miðjumanni Atletico Madrid hefur verið líkt við Michael Essien. Ganverjar hafa hæfileikaríkt lið sem vonast til að binda endi á 37 ára bið með því að verða Afríkumeistari í fimmta sinn.

Kalidou Koulibaly - Senegal
Miðjumaður Napoli er talinn einn besti varnarmaður heims í dag. Hann er með líkamlegan styrk en samt hraða og gæði. Þess vegna verðmetur Napoli hann á 90 milljónir punda.

Nicolas Pepe - Fílabeinsströndin
Sóknarleikmaður Lille skoraði 22 mörk og átti 11 stoðsendingar í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool.

Wilfred Ndidi (Nígeria)
Miðjumaður Leicester er þegar orðinn leiðtogi í nígeríska liðinu þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára. Þjóðverjinn Gernot Rohr vonast til að stýra Nígeríu til fjórða Afríkumeistaratitils þjóðarinnar.

Síðustu úrslitaleikir keppninnar:
2017 - Egyptaland 1-2 Kamerún (eftir framlengingu)
2015 - Fílabeinsströndin 0-0 Gana (9-8 í vítaspyrnukeppni)
2013 - Nígería 1-0 Búrkína Fasó
2012 - Sambía 0-0 Fílabeinsströndin (8-7 í vítaspyrnukeppni)
2010 - Egyptaland 1-0 Gana
Athugasemdir
banner
banner
banner