Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Nýir tímar í Laugardalnum - „Mér finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
banner
   fös 21. júní 2019 16:19
Arnar Daði Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Fyrir mér er Kári hafsent
Arnar ásamt Kára og Heimi Gunnlaugssyni formanni við undirskriftina í dag.
Arnar ásamt Kára og Heimi Gunnlaugssyni formanni við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
„Það er ekki bara hvalreki fyrir okkar félag og leikmenn heldur fyrir íslenska knattspyrnu," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings við Fótbolta.net í dag eftir að Kári Árnason gekk í raðir félagsins.

„Deildin er búin að vera mjög skemmtileg í sumar. Hans nafn mun bæta ofan á það. Þetta tímabil erum við með mikið af ungum og góðum leikmönnum sem eiga möguleika á að komast í atvinnumennsku og það er besta mál að leikmaður eins og Kári með Víkingshjarta skuli koma að hjálpa okkur í þeirri baráttu."

„Leikmenn geta svo sannarlega lært af honum, hvernig hann hagar sér á æfingum og í leikjum. Þetta er alvöru atvinnumaður sem er ennþá í toppstandi svo hann er ekki að koma heim til að deyja. Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir okkur."


Kári var frábær í sigurleikjum íslenska landsliðsins gegn Albaníu og Tyrklandi í byrjun mánaðarins en kemur nú heim í Víking. En setur koma hans meiri pressu á Arnar?

„Okkur var spáð falli enda vissu menn ekki hvernig hópurinn yrði samansettur í lokin. Við vorum með góðan hóp en erum með ennþá betri hóp í dag. Við höfum spilað 8 leiki í deildinni og allir hafa verði hörkuleikir."

Kári er miðvörður en spilaði snemma á ferlinum sem miðjumaður einnig. Fyrir er hjá félaginu Sölvi Geir Ottesen sem spilaði með honum í upphafi ferilsins og einn leik með landsliðinu.

„Fyrir mér er Kári hafsent. Ég er ekki hrifinn af því að búa til aðra stöðu fyrir leikmenn sem eru bestir á landinu í sinni stöðu til að hliðra til. Ég hef ekki skilið þá pælingu. Hann er hafsent fyrir mér hvort sem það væri í tveggja eða þriggja hafsenta vörn."
Athugasemdir
banner
banner
banner