Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. júní 2019 10:15
Elvar Geir Magnússon
Barcelona reynir að nota Coutinho sem beitu til að fá Neymar
Spænskur bakvörður orðaður við Liverpool
Powerade
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Junior Firpo.
Junior Firpo.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakkanum sívinsæla. BBC tók saman að vanda.

Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar (27) heldur áfram að reyna að komast til Barcelona en hann hefur ekki í hyggju að spila fyrir Paris St-Germain aftur. (Sport)

Barcelona er tilbúið að láta PSG fá Philippe Coutinho (27) sem hluta af samningi fyrir Neymar. (Sport)

Atletico Madrid er að ganga frá kaupum á Joao Felix (19) frá Benfica. (Evening Standard)

Manchester City mun líklega skáka Manchester United í baráttunni um Harry Maguire (26) en City er farið að undirbúa læknisskoðun fyrir þennan miðvörð Leicester. (Star)

James Maddison (22), miðjumaður Leicester, vill ræða við Ole Gunnar Solskjær sem hefur áhuga á að fá enska U21-landsliðsmanninn á Old Trafford. (Star)

Spænski miðjumaðurinn Rodri (22) hjá Atletico Madrid hefur valið að ganga í raðir Manchester City frekar en Bayern München en hann mun kosta Englandsmeistarana 62 milljónir punda. (Kicker)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur ítrekað það að hann vilji halda Ousmane Dembele (22) á Nývangi. Dembele hefur verið orðaður við Liverpool. (Mirror)

Liverpool íhugar að gera tilboð í vinstri bakvörðinn Junior Firpo (22) hjá Real Betis til að fylla skarð spænska landa hans, Alberto Moreno (26). (Mirror)

Jorginho (27) mun ekki fylgja Maurizio Sarri frá Chelsea til Juventus. Sarri er hæstánægður með að hafa Miralem Pjanic (29) í svipuðu hlutverki. (Mail)

Manchester City gæti samið við Asier Riesgo (35) á frjálsri sölu. Spánverjinn yrði þá þriðji markvörður. (Manchester Evening News)

Everton er í viðræðum við Chelsea um kaup á Kurt Zouma (24) en franski varnarmaðurinn var á láni á Goodison Park á síðustu leiktíð. (Telegraph)

Tottenham hefur rætt við umboðsmann portúgalska miðjumannsins Bruno Fernandes (24) hjá Sporting Lissabon. (Telegraph)

Sextán milljóna punda tilboði Lyon í danska varnarmanninn Joachim Andersen (23) hefur verið hafnað af Sampdoria. Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Andersen sem er með 31 milljóna punda verðmiða á sér. (Star)

Juventus vonast til að semja við Adrien Rabiot (25), miðjumann Paris st-Germain, sem verður samningslaus í sumar. (Goal)

Liverpool ætlar ekki að selja Divock Origi (24) í sumar þó belgíski framherjinn eigi bara ár eftir af samningi sínum. (Liverpool Echo)

Claude Mekelele mun fá starf hjá Chelsea eftir að þessi fyrrum miðjumaður félagsins hætti sem stjóri Eupen í Belgíu. (Evening Standard)

Brighton er að ganga frá kaupum á enska varnarmanninum Matt Clarke (22) frá Portsmouth á fimm milljónir punda. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner