Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júní 2019 12:05
Arnar Daði Arnarsson
Breiðablik fer til Bosníu
Stelpurnar í Breiðablik fara til Bosníu.
Stelpurnar í Breiðablik fara til Bosníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú rétt í þessu var dregið í riðla í undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í pottinum.

Í forkeppninni er leikið í riðlakeppni þar sem Breiðablik drógst í riðli með liðum frá Bosníu, Makedóníu og Ísrael.

Liðin leika í 1. riðli og verður hann leik­inn á heima­velli SFK 2000 í Saraj­evo í Bosn­íu. Auk Breiðabliks og SFK 2000 eru ASA Tel-Aviv frá Ísra­el og Dragon frá Makedón­íu einnig í riðlin­um.

Eitt lið kemst áfram upp úr hverj­um riðli en leikið er í alls tíu undanriðlum dag­ana 7. - 13. ág­úst. Þau tíu lið sem komast áfram bæt­ast í hóp þeirra 22 liða sem þegar eru ör­ugg um sæti í 32-liða úrslit­um keppn­inn­ar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner